Posted on desember 6th, 2007 ritaði Hulda
Félagið stóð fyrir forsýningu á kvikmyndinni The Last King of Scotland sem fjallar um Idi Amin í Úganda og segir sögu læknisins Nicolas Garrigan, sem var líflækir einræðisherrans.
Mikið fjölmenni var á sýningunni þann 20. febrúar í Regnboganum eða um 150 manns. Fyrirtæki Sena fær bestu þakkir félagsins fyrir að bjóða til þessara sýningar.
Að lokinni sýningu myndarinnar var haldin málstofa um efni hennar, Idi Amín og aðra einræðisherra og stöðu mála í Úganda fyrr og nú. Forsögu höfðu þeir Jónas Haraldsson stjórnmálafræðingur og Kristinn Kristinsson sjávarútvegsfræðingur. Jónas kennir námskeið um stjórnmál Afríku við HÍ en Kristinn starfaði á vegum ÞSSÍ í Úganda í fjögur ár og þekkir vel til lands og þjóðar.
Um 50 manns mættu á málstofuna í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu og urðu líflegar umræður um myndina og tengd málefni.
Hvetjum við allt áhugafólk um málefni Afríku til að drífa sig að sjá myndina The Last King of Scotland.
Filed under: Viðburðir | No Comments »
Posted on desember 5th, 2007 ritaði Hulda

Ritstjórar: mannfræðingarnir Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.„Afríka sunnan Sahara – í brennidepli“ er heiti á nýútkominni íslenskri bók sem ætlað er til að auka almennan fróðleik og skilning á álfunni, sögu hennar og samtíma. Útgefendur bókarinnar eru félagið Afríka 20:20, félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara, og Háskólaútgáfan. Útgáfan er tímamótaverk því aldrei áður hefur verið skrifað jafn umfangsmikið rit um álfuna á íslensku.Sérlega hefur verið vandað til útgáfunnar, en bókin er sneisafull af litríku myndefni ásamt því sem umfjöllunarefnin er einstaklega fjölbreytt. Tólf höfundar skrifa kafla í bókina sem er skipt upp í fjóra hluta: Sagan, Lifnaðarhættir og lífsafkoma, Listir og bókmenntir, og Afríka og umheimurinn. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra í Suður-Afríku segir í formála: „Því hefur verið haldið fram að hungur- og ofbeldismyndin af Afríku, stundum nefnd Bob Geldoff heilkennið, sé eitt helsta vandamál álfunnar. Ímyndin gerir að verkum að vestræn fyrirtæki fjárfesta ekki í álfunni, byggja ekki upp þekkingu og skila ekki arði í efnahagslífi hennar… Þessu riti er ætlað að auðvelda okkur að skilja Afríku. Það miðlar þekkingu um margbreytileika álfunnar, auðlindir hennar og vandamál, stöðu hennar á alþjóðavettvangi og þá ímynd sem hún hefur í hugum okkar.“288 bls. ISBN: 978-9979-54-761-7Leiðbeinandi verð 4.800,- kr. Dreifing Háskólaútgáfan
Filed under: Viðburðir, Útgáfa | No Comments »