Aðalfundur Afríku 20:20
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 18, á Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.
Dagskrá:
1. Setning fundar og kynning dagskrár.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfstímabili.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfstímabils lagðar fram.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning formanns til eins árs.
9. Kosning tveggja stjórnarmanna, tveggja varamanna og eins skoðunarmanns
reikninga til tveggja ára.
10. Kosning í nefndir félagsins.
11. Önnur mál.
Til þess að hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundinum verður viðkomandi að hafa greitt félagsgjaldið (2000 kr) inn á bankareikning 1150-26-58202 (Spron) fyrir aðalfundinn. Kennitala félagsins er 510302-5240. Vinsamlegast gætið þess að skýrt komi fram fyrir hverja félagsgjaldið er greitt!
Filed under: Viðburðir